Spangarsprey - bólgueyðandi

Spangarsprey - bólgueyðandi

Spangarsprey - bólgueyðandi

Verð Login to see price
Login to see price /

Tax included.

Spangarspreyið er notað eftir fæðingu. Það róar og léttir um leið á bólgum, sársauka, marblettum og sýkingu sem geta komið eftir fæðingu, sem og hjálpar líkamanum í sínu græðandi ferli eftir fæðinguna.

  • Veitir tafarlausa kælingu, róar og léttir.
  • Hjálpar til við að vernda gegn sýkingu
  • Hjálpar líkamanum að gróa

Leiðbeiningar:
Úðaðu beint á spöngina eftir fæðingu.
Spreyið er sérstaklega gagnlegt til að róa stingi, sviða og önnur óþægindi bæði áður og eftir klósettferð.
Mælum með að geyma spangarspreyið í kæli og nota það kalt - þá kælir það enn meira.

Notaðu eins oft og þörf er á

*Ekki setja á opin sár
*Ráðfærðu þig við ljósmóður eða lækni áður en notað er á rifur og sauma
*Hreinsaðu strax af með vatni ef þú finnur fyrir sársauka eða bruna við notkun
*Notist eingöngu útvortis
*Geymið þar sem börn ná ekki til

Ráð frá ljósmóður:
Fyrir lengri og betri árangur, settu vel af vökvanum á t.d. dömubindi og settu það í nærbuxurnar.

Innihaldslýsing:
Anthemis nobilis flower water (Chamomile hydrolat), Lavandula angustifolia water (Lavender hydrolat), Citrus aurantium amara flower water (Neroli hydrolat),
Glycerin, Gluconolactone, Aqua (Water), Sodium benzoate, Hamamelis virginiana leaf extract (Witch hazel extract), Allantoin, Aloe barbadensis Leaf juice (Aloe vera), Calcium gluconate (Geogard)

Mummy´s Organics er fjölskyldufyrirtæki stofnað af mæðgunum Odette & Sara í Bretlandi. Odette er ljósmóðir sem sérhæfir sig í heimafæðingum og Sara hefur sérhæft sig í næringarfræði og lífstílsráðgjöf. Teymi af ljósmæðrum hefur komið að þróun á vörunum og það eru notuð einstaklega virk innihaldsefni sem hjálpa á meðgöngu sem og eftir barnsburð. Mikil áhersla er lögð á að vörurnar séu lífrænar, náttúrulegar og umhverfisvænar.

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.

Recently viewed