Evolve Organic Beauty
30 products
30 products
Ævintýrið hófst árið 2009 hjá Laura, stofnanda Evolve, en hún hefur lagt áherslu frá upphafi að framleiða gæða húðvörur sem virka, eru góðar fyrir húðina og umhverfið en einnig á viðráðanlegu verði. EVOLVE leggur áherslu á að nota lífræn innihaldsefni þar sem þær eru betri fyrir jarðveginn og innhalda meira af vítamínum, andoxunarefnum og steinefnum sem gerir vörurnar einstaklega nærandi og áhrifaríkar fyrir húðina okkar.
Það er hugsað um umhverfið í öllum stigum framleiðslunnar, hvort sem það eru innihaldsefnin, pakkningar eða úrgangur. Framleiðslan í Bretlandi notast við 100% endurnýtanlega orku og hefur fyrirtækið fengið "Plastic Negative" vottun.
Markmiðið er að færa þér náttúrulega hamingju í krukku! Hvort sem það eru ilmirnir, áferðin eða virknin - allt er þetta vandlega úthugsað til að viðskiptavinir geti notið þess að dekra við sig áhyggjulaust. Einnig er EVOLVE með vottanir frá Leaping Bunny and Vegan Society, en vörurnar eru allar 100% vegan.
Nú er EVOLVE komin með B Corp vottun sem þýðir að fyrirtækið hefur farið í gegnum mikið og strangt ferli þar sem lagt er mat á heildina, ekki bara vörurnar heldur líka fyrirtækið sjálft og hvernig það stendur sig gagnvart umhverfinu og samfélaginu.