Húðvörur
Evolve Organic Beauty
Lífrænar og náttúrulegar húðvörur með einstökum innihaldsefnum og mjög áhrifaríkar. Vöruúrvalið er breitt og það má finna eitthvað fyrir allar húðtýpur.
Um Evolve Organic Beauty
Ævintýrið hófst árið 2009 hjá Laura, stofnanda Evolve, en hún hefur lagt áherslu frá upphafi að framleiða gæða húðvörur sem virka, eru góðar fyrir húðina og umhverfið en einnig á viðráðanlegu verði.
"I have always been interested in natural remedies and nature. As a child my Romanian grandmother taught me how to make skincare using traditional ingredients, such as oats and calendula flowers".
Notast er við einstök innihaldsefni og það besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Yfir 40 af vörunum eru COSMOS vottaðar lífrænar eða náttúrulegar. EVOLVE trúir því að lífræn innihaldsefni séu betri fyrir jarðveginn og þig, þar sem þau eru ræktuð án skordýraeiturs.
Lífræn innihaldsefni innhalda meira af vítamínum, andoxunarefnum og steinefnum sem gerir vörurnar einstaklega nærandi og áhrifaríkar fyrir húðina okkar.
Markmiðið er að færa þér náttúrulega hamingju í krukku! Hvort sem það eru ilmirnir, áferðin eða virknin - allt er þetta vandlega úthugsað til að viðskiptavinir geti notið þess að dekra við sig áhyggjulaust. Einnig er EVOLVE með vottanir frá Leaping Bunny and Vegan Society, en vörurnar eru allar 100% vegan.
Nú er EVOLVE komin með B Corp vottun sem þýðir að fyrirtækið hefur farið í gegnum mikið og strangt ferli þar sem lagt er mat á heildina, ekki bara vörurnar heldur líka fyrirtækið sjálft og hvernig það stendur sig gagnvart umhverfinu og samfélaginu.