Nú er andlitskremið frá Awake Organics komið í prufu- og ferðastærð, 15 ml. Kremið hentar fyrir venjulega til þurra húð, viðkvæma húð jafnt sem þroskaða. Kremið er fyrir andlitið, hálsinn og augnsvæðið og er mjög rakagefandi og nærandi. Blanda af fimm vel völdum ilmkjarnaolíum (frankincense, gulrótarfræ, rósum, patchouli og lavender) gefur húðinni nærandi rakatilfinningu.
Ilmurinn af kreminu er sérlega góður að því er okkur finnst og það hefur góð og róandi áhrif að anda honum að sér. Ilmurinn er bjartur með blöndu af jarðar-, blóma- og sítruskeimi. Kremið fer hratt og vel inn í húðina, áferðin er í þykkara lagi og kremið er mjög drjúgt. Kremið gefur húðinni sterka raka- og næringartilfinningu og hún verður mjög mjúk.
Helstu innihaldsefni:
Hafþyrnir (sea buckthorn), frankincense olía, lífræn gulrótarfræolía, lífræn babassu kjarnaolía, lífræn kannabisfræolía.
Inniheldur 15 gr.
Kremið kemur í glerkrukku með loki úr áli.