Lavender blómavatn er andlitsvatn með ferskum lavender ilmi, slakandi og róandi eiginleikum. Hentar öllum húðgerðum. Úðið á andlitið eftir hreinsun til að gefa húðinni raka og til að andlitsolían fari enn betur inn í húðina.
Blómavötnin frá Organics by Sara eru handgerð með því að blanda lífrænni ilmkjarnaolíu í hreint vatn og eftir nokkrar vikur er ilmkjarnaolían síuð frá. Útkoman er dásamlega ilmandi blómavatn með heilunaráhrif ilmkjarnaolíunnar.
Ég elska að úða blómavatni á andlitið nokkrum sinnum á dag til að hressa mig við; á morgnana áður en ég set á mig andlitsolíuna, fyrir framan tölvuna í vinnunni og auðvitað á kvöldin þegar ég hreinsa húðina fyrir svefninn. Einnig úða ég blómavatninu yfir förðun til að festa hana.