Ilmurinn er sætur og ríkjandi. Endurnærandi, kælandi, hreinsandi. Piparmynta er góð við höfuðverk, þunglyndi, þreytu og til að endurnæra andann. Hún er góð fyrir meltinguna, eyðir lofti og róar magann og þarmana.
Piparmyntu ilmkjarnaolíuna má nota í nuddolíu, í gufu og í baðið. Olían hentar vel til að gefa þvotti ilm, til dæmis með sápuskeljunum frá Living naturally sem við hjá Mena notum allar fyrir okkar þvott og bjóðum upp á hér á síðunni.
Athugið að ilmkjarnaolíur eru ekki bornar beint á húð heldur er þeim blandað saman við aðrar hlutlausar olíur eða krem í litlu magni.
Innihald 10 ml.
Olían kemur í lítilli flösku með dropaskammtara og tappa úr harðplasti.