Amphora Aromatics - lífræn ilmkjarnaolía Basil 10 ml
Amphora Aromatics - lífræn ilmkjarnaolía Basil 10 ml
Styrkur - orka - fókus
Ilmkjarnaolía af basil er þekkt fyrir örvandi og orkugefandi eiginleika sína og er hressandi og fókuserandi fyrir hugann. Ef þig vantar einbeitingu við akstur, prófalestur eða við önnur lífsins verkefni þá er gott að setja 2-3 dropa í klút eða í hefðbundinn ilmkjarnaolíu brennara.
Einnig er hægt að blanda ilmkjarnolíunni við grunnolíu sem er gjarnan notuð til að nudda á vöðva eftir íþróttaæfingar eða aðra líkamlega virkni. Basil ilmkjarnaolían er mjög virk olía og lítið fer langt þegar henni er blandað við aðrar olíur.
Basil ilmkjarnaolían blandast vel með Bergamot, sítrónu, greipaldin sem og Neroli, Bay og Lavender.
Ekki er ráðlagt að bera ilmkjarnaolíur beint á húð nema það sé sérstaklega ráðlagt. Ávallt skal blanda þeim við grunnolíur áður en þær eru bornar á húð.
Magn: 10 ml
INCI name: Ocimum basilicum Oil