Amphora Aromatics - grunnolía lífræn Avocado
Amphora Aromatics - grunnolía lífræn Avocado
Avocado olían er kaldpressuð úr avocadó kjötinu (pulp). Olían er náttúrulega nærandi og rakagefandi grunnolía sem er rík af A, D og E vítamínum. Hún fer auðveldlega inn í húðina, rík af andoxunarefnum og er sérstaklega góð fyrir þurra og þroskaða húð. Hægt að nota eina og sér en er oft blandað við aðrar grunnolíur eins og Sweet Almond eða Wheatgerm. Einnig er gott að blanda hana með ilmkjarnaolíum.
Notkun
Avocado olía er góð grunnolía til að nota með ilmkjarnaolíum. Hún er einnig notuð með öðrum dýrari grunnolíum til að lækka kostnað. Hversu mikið hægt er að þynna olíur er misjafnt eftir olíum svo mikilvægt er að kynna sér það vel.
Efni, umbúðir og framleiðsla
– Stærð: 100 ml
– Ecocert vottað, lífræn og vegan
– Umbúðir: Glerflaska með tappa úr harðplasti
– Framleidd á Bretlandi
Innihald:
Lífræn, kaldpressuð avókadó olía (Persea gratissima)