Amphora Aromatics - grunnolía lífræn Apricot Kernel
Amphora Aromatics - grunnolía lífræn Apricot Kernel
Apricot Kernel olían er kaldpressuð úr kjarna/steini apríkósu. Olían er rakagefandi og endurnærandi grunnolía, góð fyrir þurra, þroskaða og viðkvæma húð. Inniheldur andoxunarefni og steinefni og er rík af A, B1, B2, B6, B17 og E vítamínum og nauðsynlegum fitusýrum. Góð bæði sem nuddolía og líka sem húðolía og er þekkt fyrir að skilja húðina ekki eftir feita. Virkar vel fyrir andlitsnudd út af léttri áferð og mikilli gleypni. Má nota á allan líkamann, hendur, andlit og hár.
Notkun
Mikið notkuð sem grunnolía í nuddi þar sem ilmkjarnaolíum er blandað út í olíuna (hægt að nota líka sem nuddolíu án þess að blanda út í ilmkjarnaolíum) Notuð til að búa til hármaska eða í rakakrem. Getur líka verið notuð ein og sér sem rakagjafi fyrir húðina og til að hreinsa húðina.
Efni, umbúðir og framleiðsla
– Stærð: 100 ml
– Ecocert vottað, lífræn og vegan
– Umbúðir: Glerflaska með tappa úr harðplasti
– Framleidd á Bretlandi
Innihald:
Lífræn, kaldpressuð apríkósukjarnaolía (Prunus armeniaca)