Líkams- og nuddolía, viðkvæm húð

Lífræn nudd- og líkamsolía sérstaklega þróuð fyrir viðkvæma húð. Án allra ilmefna. Hjálpar þér að ná húðinni mjúkri og koma í veg fyrir að hún missi raka. Má einnig nota á börn með ertingu í húð, þurra olnboga, fætur og hársvörð. Olían samanstendur af bæði þykkum og þynnri lífrænum olíum sem gefa henni þann eiginleika að hún er einstaklega góð vörn fyrir húðina auk þess að vera mjög nærandi. Græðandi fyrir sprungna húð. Berist alltaf á raka húð, helst eftir sturtu eða bað.

Líkamsolía er eins og fljótandi gull fyrir húðina, verndar gegn rakatapi og hefur hjálpað mér mikið með mína húð. Þegar þú byrjar að veita húðinni þinni raka frá náttúrulegum olíum snýrðu líklega aldrei aftur í kremin.

100 ml. í glerflösku.

Innihaldsefni:
Olea europaea (olive) fruit oil, Brassica napus (rape) seed oil, Ricinus communis (castor) seed oil, Carthamus tinctorius (safflower) seed oil.

Innihaldsefni eru vottuð lífræn og vegan.

Lífrænar nuddolíur fyrir sjúkra- og heilsunuddara
Ef þú ert sjúkra- eða heilsunuddari í leit að lífrænum og hreinum nuddolíum þá ertu á réttum stað. Við bjóðum upp á nuddolíur í ýmsum stærðum eða allt að 5 lítra pakkningum sem og nokkrar gerðir af nuddolíum fyrir mimunandi meðferðir. Hafðu samband á mandlan@mandlan.is eða hringdu í síma 787-0888 (Margrét).

SKU: OBS14 Category: Tag: