Líkams- og nuddolía, edifying ylang ylang

Lífræn og styrkjandi nudd- og líkamsolía sem hefur heilunaráhrif á líkama og sál. Inniheldur ilmkjarnaolíur úr lavender, ylang ylang og rose geranium. Hjálpar til við að ná mýkt í húðina og halda í raka. Olíublandan er fullkomin fyrir þurra húð og má nota bæði í andlit og á líkama. Berið á andlit yfir andlitsolíuna á sérstaklega þurra bletti. Þessi olía er léttasta líkamsolían okkar og hentar því vel fyrir styttri nudd. Þegar notuð sem líkamsolía skal bera hana á raka húð, helst eftir sturtu eða bað.

Líkamsolía er eins og fljótandi gull fyrir húðina, verndar gegn rakatapi og hefur hjálpað mér mikið með mína húð. Þegar þú byrjar að veita húðinni þinni raka frá náttúrulegum olíum snýrðu líklega aldrei aftur í kremin.

100 ml. í glerflösku.

Innihaldsefni:
Olea europaea (olive) fruit oil, Simmondsia chinensis (jojoba) seed oil, Sesamum indicum (sesame) seed oil, Carthamus tinctorius (safflower) seed oil, Lavandula angustifolia (lavender), Pelargonium graveolens (geranium), Cananga odorata (ylang ylang), linalool*, limonene*, geraniol*, citronellol*.

*Náttúruleg innihaldsefni ilmkjarnaolía.
Innihaldsefni eru vottuð lífræn og vegan.

Lífrænar nuddolíur fyrir sjúkra- og heilsunuddara
Ef þú ert sjúkra- eða heilsunuddari í leit að lífrænum og hreinum nuddolíum þá ertu á réttum stað. Við bjóðum upp á nuddolíur í ýmsum stærðum í allt að 5 lítra pakkningum sem og nokkrar gerðir af nuddolíum fyrir mimunandi meðferðir. Hafðu samband á mandlan@mandlan.is eða hringdu í síma 787-0888 (Margrét).

SKU: OBS13 Category: Tag: