Huskee – Bolli & lok 235ml/8oz natural

Sjálfbær – fjölnota – fallegur

Hér mætast umhverfisvæn hugsun og falleg hönnun! Framleitt úr hýði af kaffibaunum sem falla til við framleiðslu á kaffi. Verið er að nýta hráefni sem annars hefði verið hent.

Huskee vörurnar eru sterkar og endingargóðar og henta vel fyrir fyrirtæki, heimili og þá sem eru á ferðinni. Með loki á bollanum er hægt að nota hann sem ferðamál, einnig hægt að kaupa undirskál ef þú vilt njóta á kaffistofunni eða heima við.

Huskee bollinn:
– Heldur kaffinu heitu lengur
– Fer vel í hendi
– Endingargóður og margnota
– Án eiturefna (án BPA)
– Endurnýtir hráefni (kaffi husk)
– Þolir uppþvottavél

SKU: HU05 Category: Tag: