Awake Organics Co.

Awake Organics er lína af húðumhirðuvörum sem Mena heldur sérstaklega mikið upp á, það er eitthvað alveg einstaklega gott við að að nota þessar vörur. Melissa, stofnandi fyrirtækisins sem byggir á fjölskylduhefðum, framleiðir vörurnar sjálf á Englandi eftir pöntunum. Einfaldleiki er lykilorðið, innihaldsefnin eru fá og áhersla lögð á að þau séu góð og sótt í nærumhverfið eins og hægt er. Vörurnar innihalda ekkert vatn og í þeim eru engin rotvarnarefni heldur eiga olíurnar sem í vörunum eru að auka endingartíma þeirra. Best er að geyma vörurnar á dimmum og köldum stað til að þær endist sem best og nota líka hreinar hendur eða skeið í krukkurnar. Þá endast kremin í 6-12 mánuði eftir þau eru opnuð og enn lengur ef þau er geymd í ísskáp. Vörurnar eru aldrei prófaðar á dýrum (cruelty-free).

Vilt þú vera endursöluaðili, eða hefur þú áhuga á að vita meira um Awake Organics, ekki hika við að hafa samband:
Sími
  • 787 0888 (Margrét)
Heimilisfang
  • Sundaborg 5 (2.hæð)
    104 Reykjavík
Netfang