Hársápustykki Rósmarín & Lavender

Lavender og rósmarín blanda er slakandi og hressandi. Plastlaust hársápustykki fyrir allar hárgerðir með dásamlega góðri lykt. Þessi blanda hjálpar til við að losna við flösu, styrkir hársvörðinn og getur aukir hárvöxt.

Umbúðir: Endurunninn pappír. Má setja í moltutunnu eða láta endurvinna aftur.
Þyngd: 100gr

Helstu hráefni:
Eplaedik hefur verið bætt við þessa sápu þar sem það er nálægt náttúrulegu PH gildi hársvarðarins. Regluleg notkun þess mýkir hárið, minnkar flóka og eykur gljáa hársins.
Repjuolía er létt olía sem smýgur djúpt inn í hársvörðinn og er rakagjafi að innan og utan.
Mango butter er djúpnærandi og rakagefandi olía sem gerir við hárið um leið og það eykur vöxt þess.
Rósmarín er andoxandi og berst gegn sindurefnum og hvetur hárvöxt.

SKU: WS01 Category: Tag: